RVK Kjarnabjórar

RVK Bruggfélag kynnir nýja bjóra í svo kallaðri kjarnalínu félagsins. RVK kjarnabjórarnir eru í senn aðgengilegir en jafnframt gerðir samkvæmt sömu kröfum til handverksbjóra eins og aðrir bjórar félagsins. RVK kjarnabjórarnir eru fjórir og byggja á bjórum sem hafa verið bruggaðir árum saman hjá RVK Bruggfélagi:
– RVK Lager 5%: þetta er nýjasta útgáfan af lager bjór RVK Bruggfélags, sem meðal annars var kjörinn besti helles lager á Íslandi á Untappd 2023
– RVK Hrím Lite 4,4%: léttur en jafnframt bragðgóður. Lite bjórinn okkar er glúten frír og með færri hitaeiningar en aðrir bjórar
– RVK Pale Ale 4,7%: þetta er nýjasta útgáfan af okkar vel þekkta Pale Ale, með milda bitru og mikið ávaxtabragð úr amerískum humlum
– RVK Kopar Klassík 4,6%: karamellaður lager í Classískum dönskum stíl, einn okkar vinsælasti í Tónabíói frá upphafi
Dósirnar eru einstaklega glæsilegar og eru hannaðar hjá Karlsonwilker hönnunarhúsinu í New York.
Allir fjórir RVK Kjarnabjórar verða til sölu í bruggstofu RVK Bruggfélags í Tónabíói, Skipholti 33. Hrím Lite og Pale Ale fara í sölu í verslunum ÁTVR mánudaginn 2. september, hinir 2 munu fara í sölu í verslunum ÁTVR á komandi mánuðum.