Vönduð vörumerki

Vörumerkin okkar

RVK Bruggfélag
RVK Bruggfélag

RVK bruggfélag hefur frá 2018 verið leiðandi merki í handverksbjór á Íslandi; það stendur fyrir gæði og frumleika

Vandaðar fréttir

Nýjustu fréttir

RVK Kjarnabjórar

RVK Bruggfélag kynnir nýja bjóra í svo kallaðri kjarnalínu félagsins. RVK kjarnabjórarnir eru í senn aðgengilegir en jafnframt gerðir samkvæmt sömu kröfum til handverksbjóra eins og aðrir bjórar félagsins. RVK kjarnabjórarnir eru fjórir og byggja á bjórum sem hafa verið bruggaðir árum saman hjá RVK Bruggfélagi:

– RVK Lager 5%: þetta er nýjasta útgáfan af lager bjór RVK Bruggfélags, sem meðal annars var kjörinn besti helles lager á Íslandi á Untappd 2023
– RVK Hrím Lite 4,4%: léttur en jafnframt bragðgóður. Lite bjórinn okkar er glúten frír og með færri hitaeiningar en aðrir bjórar
– RVK Pale Ale 4,7%: þetta er nýjasta útgáfan af okkar vel þekkta Pale Ale, með milda bitru og mikið ávaxtabragð úr amerískum humlum
– RVK Kopar Klassík 4,6%: karamellaður lager í Classískum dönskum stíl, einn okkar vinsælasti í Tónabíói frá upphafi

Dósirnar eru einstaklega glæsilegar og eru hannaðar hjá Karlsonwilker hönnunarhúsinu í New York. 

Allir fjórir RVK Kjarnabjórar verða til sölu í bruggstofu RVK Bruggfélags í Tónabíói, Skipholti 33. Hrím Lite og Pale Ale fara í sölu í verslunum ÁTVR mánudaginn 2. september, hinir 2 munu fara í sölu í verslunum ÁTVR á komandi mánuðum.

RVK Bruggfélag tilkynnir flutning bruggstofu í Tónabíó

Vandað ehf. var stofnað á bjórdaginn 1. mars árið 2017 og brugghúsið í Skipholti 31 hóf starfsemi 15 mánuðum síðar. Þar hefur frá upphafi verið rekin lítil bruggstofa hvar gestir geta komið við og smakkað á vörum RVK Bruggfélags, ásamt því að fræðast um starfsemi brugghússins og bjórsögu Íslands. 

Í dag, á sólskinsríkum bjórdegi 6 árum síðar, undirrituðum við samning um að færa bruggstofuna okkar yfir í stærra húsnæði í gamla Tónabíói í Skipholti 33, eða Vinabæ eins og það hét sl. 30 ár. Þar verður mun rýmra um okkur; pláss fyrir fleiri gesti, meira úrval af bjór og öðrum góðum veigum, þar verður bjórbúð með vörur félagsins, auk þess sem við ætlum að bjóða upp á kaffi og létt fæði alla daga. Framkvæmdir eru að hefjast og stefnum við á að opna nýju bruggstofuna í Tónabíói á næstu vikum.

Á myndinni handsala Sigurður P. Snorrason meðstofnandi og framkvæmdastjóri Vandaðs og Ingi Helgason hjá LX fasteignum samstarf félaganna í Tónabíói.

skör artisan – ný vörulína úrvalsbjóra frá Vandað ehf.

skör artisan er ný vörulína frá Vandað ehf. sem sérhæfir sig í gerð hágæða úrvalsbjóra fyrir kröfuharða neytendur, „bjórnörda“ og þau sem leita uppi flóknari og meira krefjandi bjóra. Vörulína skör artisan mun innihalda humlaða bjóra, súrbjóra, porter og stout, sem og aðrar sérhæfðar bjórtegundir. 

Í dag kynnir skör artisan fyrsta bjórinn; fjöllin hafa vakað í þúsund sourBjórinn er einstakur eðal veigur með laktósa, fylltur ávaxtakeim af bláberjum, brómberjum og kirsuberjum, sem og vanillu og kryddjurtum.

Bjórar skör artisan verða fáanlegir á úrvals veitingastöðum og bjórbörum á krana. Þeir koma einnig í 440 ml. dósum sem eru hannaðir af Laufeyju Guðnadóttur og skör artisan.

Til að fagna þessum viðburði verður skör artisan með frumsýningu á fjöllin hafa vakað í þúsund sour á veitingastaðnum Bingó Drinkery í dag fimmtudag 9. febrúar, milli 17 og 20. Þar mun skör artisan bjóða gestum og gangandi upp á að bragða ókeypis á nýja bjórnum á meðan birgðir endast. Dósir verða einnig seldar á staðnum.

skör artisan má finna á facebook.com/skor.artisan og instagram.com/skor.artisan

Fyrir vandaða viðskiptavini