RVK Bruggfélag tilkynnir flutning bruggstofu í Tónabíó

Vandað ehf. var stofnað á bjórdaginn 1. mars árið 2017 og brugghúsið í Skipholti 31 hóf starfsemi 15 mánuðum síðar. Þar hefur frá upphafi verið rekin lítil bruggstofa hvar gestir geta komið við og smakkað á vörum RVK Bruggfélags, ásamt því að fræðast um starfsemi brugghússins og bjórsögu Íslands. 

Í dag, á sólskinsríkum bjórdegi 6 árum síðar, undirrituðum við samning um að færa bruggstofuna okkar yfir í stærra húsnæði í gamla Tónabíói í Skipholti 33, eða Vinabæ eins og það hét sl. 30 ár. Þar verður mun rýmra um okkur; pláss fyrir fleiri gesti, meira úrval af bjór og öðrum góðum veigum, þar verður bjórbúð með vörur félagsins, auk þess sem við ætlum að bjóða upp á kaffi og létt fæði alla daga. Framkvæmdir eru að hefjast og stefnum við á að opna nýju bruggstofuna í Tónabíói á næstu vikum.

Á myndinni handsala Sigurður P. Snorrason meðstofnandi og framkvæmdastjóri Vandaðs og Ingi Helgason hjá LX fasteignum samstarf félaganna í Tónabíói.

skör artisan – ný vörulína úrvalsbjóra frá Vandað ehf.

skör artisan er ný vörulína frá Vandað ehf. sem sérhæfir sig í gerð hágæða úrvalsbjóra fyrir kröfuharða neytendur, „bjórnörda“ og þau sem leita uppi flóknari og meira krefjandi bjóra. Vörulína skör artisan mun innihalda humlaða bjóra, súrbjóra, porter og stout, sem og aðrar sérhæfðar bjórtegundir. 

Í dag kynnir skör artisan fyrsta bjórinn; fjöllin hafa vakað í þúsund sourBjórinn er einstakur eðal veigur með laktósa, fylltur ávaxtakeim af bláberjum, brómberjum og kirsuberjum, sem og vanillu og kryddjurtum.

Bjórar skör artisan verða fáanlegir á úrvals veitingastöðum og bjórbörum á krana. Þeir koma einnig í 440 ml. dósum sem eru hannaðir af Laufeyju Guðnadóttur og skör artisan.

Til að fagna þessum viðburði verður skör artisan með frumsýningu á fjöllin hafa vakað í þúsund sour á veitingastaðnum Bingó Drinkery í dag fimmtudag 9. febrúar, milli 17 og 20. Þar mun skör artisan bjóða gestum og gangandi upp á að bragða ókeypis á nýja bjórnum á meðan birgðir endast. Dósir verða einnig seldar á staðnum.

skör artisan má finna á facebook.com/skor.artisan og instagram.com/skor.artisan

Sala á framleiðslustað

Vandað ehf. hefur fengið leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað í Skipholti 31. Þar er úrval af dósum og flöskum sem við framleiðum. Auk þess bjóðum við upp á áfyllingu á endurnýtanleg ílát sem viðskiptavinir koma með með sér.

Salan fer fram í bruggstofu RVK Bruggfélags að Skipholti 31 á opnunartímum. Bruggstofan er nú opin á fimmtudag til laugardag frá 16:00 til 23:00

Vandað ehf. opnar nýtt brugghús

Í dag opnar Vandað ehf., sem hefur frá árinu 2018 framleitt og markaðssett bjór undir vörumerkinu RVK Bruggfélag (RVK Brewing Co.), nýtt brugghús að Skipholti 33. Félagið hefur starfrækt brugghús frá árinu 2018 í Skipholti 31, við hlið þess nýja. Með þessu nýja brugghúsi eykst framleiðslugeta félagsins nífalt; úr 50 í 450 þúsund lítra af bjór á ári og verður við það 4. stærsta brugghús landsins.

„Nær frá upphafi höfum við verið í vandræðum með að framleiða nægilega mikið til að mæta eftirspurn. Í raun má segja að við höfum verið að framleiða umfram framleiðslugetu síðastliðin 3 ár. Með þessu nýja brugghúsi munum við ná að mæta eftirspurn og vonandi auka hana næstu árin.“ segir Sigurður Pétur Snorrason, meðstofnandi, aðaleigandi og framkvæmdastjóri félagsins.

Í brugghúsinu eru fullkomin framleiðslutæki og átöppunarlína fyrir áldósir. Þá er brugghúsið einnig útbúið skilvindu frá þýska félaginu GEA, fyrst íslenskra smábrugghúsa til að taka þá tækni í noktun í bjórgerð.

„Með fullkomnum framleiðslutækjum munum við ná betri tökum á gæðum og framleiðsluferlum. Skilvindan og hágæða dósavél auðveldar okkur að koma vörunni ferskari og í jafnari gæðum til neytenda. Þá eru margar nýjungar áætlaðar, bæði nýjar vörur og annað sem tilkynnt verður um á næstu misserum“ segir Sigurður

Frá upphafi hefur verið opin lítil bruggstofa í Skipholti 31, þar sem gestir geta komið og smakkað á vörum brugghússins. Í haust mun bruggstofan færa sig yfir í anddyri gamla Tónabíós, sem er í sama húsi og nýja brugghús félagsins. Að auki stendur til að setja þar upp aðstöðu til að selja afurðir brugghússins til að taka með heim, en Alþingi samþykkti nýlega lög sem heimila smáum brugghúsum að selja út afurðir sínar á framleiðslustað.

„Húsnæðið í gamla Tónabíó er mjög glæsilegt, nærri upprunalegt frá miðjum sjöunda áratugnum. Þar munum við skapa gott andrúmsloft fyrir gesti til að koma og njóta okkar vöru eða grípa með sér kippu til að njóta fersks bjórs heima eða á ferðalagi“ segir Einar Örn Sigurdórsson, hluthafi í Vandað ehf. og stjórnarformaður félagsins. 

„Það voru mjög ánægjuleg tíðindi að Alþingi skyldi samþykkja þessa breytingu á lögunum. Við höfum barist fyrir þessu í mörg ár innan Samtaka íslenskra handverskbrugghúsa, og loksins sjáum við fram á að geta náð að koma vöru okkar beint og milliliðalaust í topp gæðum beint til viðskiptavina“ segir Einar enn fremur.

Vandað ehf. er nýtt nafn á félaginu sem áður hét S.B. brugghús ehf. Nafnið „Vandað“ fangar vel kjarnann í starfsemi brugghússins; loforð um að framleiða vandaða vöru með vönduðum vinnubrögðum. Einkunnarorð félagins verður „Gríðarlega vandað“, sem eru orð sem Steinþór Baldursson, einn helsti hvatamaður að stofnun félagsins, hafði jafnan við um það sem hann hafði velþóknun á. Fyrra nafn félagsins var honum til heiðurs; í nýju nafni mun minning hans enn verða tengd félaginu.

Nýtt merki félagsins er jafnframt kynnt, auk merkis sem prýða mun framleiðsluvörur félagsins. Það segir „Gríðarlega vandað“ og gefur fyrirheit um innihald vörunnar sem það er á.