skör artisan – ný vörulína úrvalsbjóra frá Vandað ehf.

skör artisan er ný vörulína frá Vandað ehf. sem sérhæfir sig í gerð hágæða úrvalsbjóra fyrir kröfuharða neytendur, „bjórnörda“ og þau sem leita uppi flóknari og meira krefjandi bjóra. Vörulína skör artisan mun innihalda humlaða bjóra, súrbjóra, porter og stout, sem og aðrar sérhæfðar bjórtegundir.
Í dag kynnir skör artisan fyrsta bjórinn; fjöllin hafa vakað í þúsund sour. Bjórinn er einstakur eðal veigur með laktósa, fylltur ávaxtakeim af bláberjum, brómberjum og kirsuberjum, sem og vanillu og kryddjurtum.
Bjórar skör artisan verða fáanlegir á úrvals veitingastöðum og bjórbörum á krana. Þeir koma einnig í 440 ml. dósum sem eru hannaðir af Laufeyju Guðnadóttur og skör artisan.
Til að fagna þessum viðburði verður skör artisan með frumsýningu á fjöllin hafa vakað í þúsund sour á veitingastaðnum Bingó Drinkery í dag fimmtudag 9. febrúar, milli 17 og 20. Þar mun skör artisan bjóða gestum og gangandi upp á að bragða ókeypis á nýja bjórnum á meðan birgðir endast. Dósir verða einnig seldar á staðnum.
skör artisan má finna á facebook.com/skor.artisan og instagram.com/skor.artisan